UM

Um okkur

Svissneska fjölskyldufyrirtækið LauraStar hefur verið leiðandi í framleiðslu á gufustraujárnum með gufuþrýstingi frá því að þeir kynntu fyrsta LauraStar tækið árið 1986. Árið 1989 hófst innflutningur á LauraStar Premium til íslands og hafa fleiri þúsund heimili nú átt þess kost að nota tæknina sem er á bakvið LauraStar.

Markmið LauraStar var frá upphafi að nýta þá tækni sem til staðar var í efnalaugum fyrir heimilistækið, þ.e. að fá gufuþrýsting sem fer í gegnum efnið og afkrumpar og sléttir þræðina í efninu auk þess að helminga þann tíma sem fer í að strauja.

 

                          Gufustraujárn með gufuþrýstingi

                       Tækni atvinnumannsins fyrir heimili

 

LauraStar hefur í gegnum tíðina fengið fjölda verðlauna fyrir nýungar í tækni og hönnun á bæði strauborðinu og strauboltanum.

 

Alver ehf. hefur verið umboðsaðili fyrir LauraStar frá árinu 1989.